Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Uppreisn hóteleigenda gegn bókunarsíðum

Fjöldi hóteleiganda hafa skráð hótelin sín á bókunarsíðum eins og hrs.com eða booking.com.

Þetta hefur borgað sig fyrir hótelin því ansi margir bóka herbergin sín í gegnum bókunarsíður.  Það er einfalt og fljótlegt.

Eigendur bókunarsíðanna hafa tekið eftir því hversu mikilvægar síðurnar eru fyrir hótelin.  Þess vegna hafa þau, í krafti þessa, hækkað þóknunina fyrir þjónustuna.  Fyrir nokkrum árum þurfti hótel að greiða 10% þóknun en í dag er hún komin í 15% af heildarkostnaði gistingarinnar.

Margir hóteleigendur hafa kvartað og sum hafa kært eigendur bókunarsíðanna.  Það hefur engan árangur borið.

Þeir sem hafa hugsað í lausnum hafa komið með þær.

Í janúar á þessu ári opnuðu nokkrar af stærstu hótelkeðjum Bandaríkjanna eigin bókunarsíðu sem heitir roomkey.com.

Í Þýskalandi stofnaði nýlega hóteleigandinn Günther Uhlmann bókunarsíðuna www.ohne-umweg-buchen.de.

Á báðum þessum vefsíðum er hægt að leita að hóteli og svo er bókað á heimasíðu hótelsins en ekki á vefsíðunni sjálfri.

Það er spurning um að prófa þessar síður næst þegar þú bókar hótelherbergi.  Það er betra að hótelið fái tekjurnar en "óþarfa" milliliðir, eða?

Bókunarsíður mjög góðar, þrátt fyrir að þær taki háa þóknun. Ég mæli með því að hótel skrái sig. 

www.ahgz.de fjallar um þetta í dag.


Hótel og gististaðir: Vökva með rigningarvatni

Það er langþægilegast að vökva með vatni sem kemur með leiðslum langar leiðir.

Vökvun á gróðri þarf ekki endilega að vera hátt hlutfall af vatnsnotkun.

En hvernig væri að koma upp safnaðstöðu fyrir rigningarvatn og vökva gróðurinn með uppsöfnuðu rigningarvatni.  Nóg rignir á Íslandi.

Það gæti verið áhugavert að bera svo saman vatnsnotkun á milli ára.

Margt smátt gerir eitt stórt og einhvers staðar þarf að byrja.

Þetta myndband gæti gefið þér hugmyndir hvernig þú getur nýtt þér rigningarvatn:


Getur ferðaiðnaður haft tekjur af haustlaufi?

Er hægt að byggja upp ferðaiðnað á því að bjóða ferðamönnum upp á að skoða haustlaufin á trjánum?

Myndir þú fara í sér ferðalag, keyra í nokkra klukkutíma eða fljúga, aðeins til þess að skoða gulnuð lauf?

Þegar við hugsum um ferðaiðnað kemur oft í huga okkar stöðluð ímynd.  Við teljum okkur alltaf vita hvað selur og hvað ekki.

Það hefur komið mikið fram í umræðunni um Nubo og Grímsstaði.  Margir fullyrða að hann geti ekki byggt upp ferðaþjónustu á svæðinu því þar er ekkert sem hægt er að selja ferðamönnum.

Þetta er stór fullyrðing en byggir á reynslu þess sem þetta fullyrðir.

En aftur að laufunum.

Mörg hótel og gististaðir í Bandaríkjunum er full af ferðamönnum sem koma aðeins í þeim tilgangi að skoða lauf. 

Gulnuð lauf eru tekjulind í ferðaþjónustu.  Tauck Tours er ein þeirra ferðaskrifstofa sem býður sérstakar ferðir til að skoða laufin.

Opnum hugann og finnum tækifæri.

Ég fékk einu sinni símhringingu þegar ég starfaði í Bandaríkjunum og varð spurður hvernig laufin væru.  Ég hef sjaldan orðið eins hissa á ævinni.  Ég horfði ekki út fyrir kassann þá.

Hér er myndband af gulnuðum laufum á Nýja-Englandi.


Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru augljós

Þessi frétt er gott dæmi um þá þjónustu sem ferðaiðnaðurinn þarf frá fyrirtækjum sem er ótengd ferðaiðnaðinum.

Bílasala selur bifreiðar til bílalaleigu.  Svo þarf að hugsa um alla þá þjónustu sem bifreiðarnar þurfa á meðan bílaleigan er með bifreiðarnar í rekstri.

Bensínstöðvar munu einnig njóta góðs af þessu, sérstaklega á landsbyggðinni.

Svo selur bílalaleigan bifreiðarnar og þá fá einhverjir að kaupa góða bíla á "góðu" verði.

Þetta er aðeins eitt lítið dæmi.  Það eru fjöldamörg önnur.

Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru því augljós fyrir allt hagkerfið.

Ég fann ekkert auglýsingamyndband frá Hertz á Íslandi á youtube þannig að ég setti þetta inn frá Blue Car Rental. 


mbl.is Hertz kaupir 422 nýja bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notkun snjallsíma í ferðaiðnaði

Sífellt fleiri nota snallsíma og spjaldtölvur í dag.

Þess vegna er nauðsynlegt fyrir ferðaiðnaðinn að skoða möguleika þess að bjóða upp á snjallforrit eða "app" til þess að kynna þjónustu sína.

Í dag er hægt að bóka borð á veitingastað, panta hótel og jafnvel bóka flug með snjallsíma eða spjaldtölvu og smáforriti.

Stærsti hluti þeirra sem ferðast til Íslands kynna sér möguleika og þjónustu á netinu.

Næsta skref er að bjóða þessum einstaklingum að hlaða niður smáforriti af netinu.

Þá geta einstaklingar skoðað þjónustuna hvar sem það er statt ef það er með snjallsíma eða spjaldtölvu.

Þau fyrirtæki sem byggja á ferðaþjónustu geta sameinast um snjallforrit.  Þá geta ferðamennirnir séð alla þá þjónustu sem til er á tilteknu svæði. 

Það myndi auka möguleikann á því að verðandi ferðamenn kæmu á staðinn.

Ég læt fylgja með kynningu á snjallforriti frá Ungverjalandi. 


Virkjun = Peningar og gróði?

Án virkjana verða einnig til tekjur og hagvöxtur.  Þetta er fullyrðing sem er ekki röng.

Það eru margir möguleikar á hagvexti án þess að virkja.

Við þær aðstæður getum við sagt að arðsemi íslenskrar orku sé ansi há.  Það er háar tekjur lág orkunotkun.

Álvinnsla notar ansi mikla orku og er því ekki arðsöm fyrir náttúru Íslands.

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaiðnaði án þess að þurft hafi að virkja.

Rammaáætlunin sem unnin hefur verið og er til umræðu á Alþingi er mjög góð.  Þar er tekin ákvörðun um það hvað hægt er að virkja.  Þá vitum við hve mikla orku er hægt að nýta.

Næsta þrep er að halda áfram uppbyggingu á "orkuvænum" iðnaði, þ.e. iðnaði sem þarf ekki mikla orku.

Iðnaður þarf jú mismikla orku eftir starfsemi.

Styrkur Íslands er náttúran.  Við sjáum það á fjölgun ferðamanna á síðustu árum og áratugum.  Náttúruna getum við selt hærra verði en aðrir. 

Arðsemi ferðaiðnaðar er hærri þar sem hugað er að náttúrunni en t.d. á Benidorm.  Hvað er sérstakt við Benidorm sem ekki er hægt að fá annars staðar?

Frumvinnsla á málmum verður aldrei styrkur Íslands því málmur er einsleit vara.  Einsleit vara býr ekki til samkeppnisforskot í framtíðinni.

Ef við nýtum orku landsins með sjálfbæra þróun í huga mun styrkur landsins njóta sýn áfram og ný tækifæri myndast í framtíðinni.  Nóg er samt sem áður af tækifærum í dag sem verið er að nýta.

Við skulum hugsa um virkjanir út frá styrkleikum og tækifærum landsins.  Allir pólitískir flokkar ættu að vera sammála um það.

Ég mæli með því að horfa á myndbandið með Michael E. Porter sem er hér að neðan svo og myndbandið um "Blue Ocean Strategy".

Come and be Inspired by Iceland:

Michael E. Porter talar um "nýsköpun og samkeppni":

Blue Ocean Strategy


mbl.is Engar virkjanir í neðri Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bud Spencer að opna veitingastað í Berlín?

BudSpencerBohnen_D_1350408p 

Sundkappinn og kvikmyndahetjan Bud Spencer, fæddur Carlo Pedersoli, langar gjarnan til að opna veitingstað í Berlín.

Frá þessu greinir ahgz.de og vísar í fjölmiðla í Berlín og blaðamannafund sem haldinn var með Bud Spencer.

Bud Spencer greindi einnig frá því hvað veitingastaðurinn á að heita.  Hann á einfaldlega að heita Bud Spencer. 

Það verður áhugavert að sjá hvort að veitingastaðurinn bjóði upp á fleira en baunir.  Baunir voru uppáhaldsmaturinn hans og Terence Hill í mörgum kvikmyndum þeirra félaga.

Bud Spencer er á ferðalagi um Þýskaland að kynna heimildarmynd um hann sjálfann, Bud´s Best - Heimur Bud Spencer.  Heimildarmyndin verður sýnd á ARTE 17. mars næst komandi.

Hvort að Bud Spencer hafi aðeins verið að grínast á eftir að koma í ljós. 

Það verður enn meiri ástæða að heimsækja borgina ef Bud Spencer opnar þar veitingastað.

Hér er viðtal við Bud Spencer og Terence Hill á ensku frá árinu 1983:


Óvart fleiri ferðamenn

Það koma ekki óvart fleiri ferðamenn til landsins.

Það hefur verið unnin alveg gríðarlega mikil vinna við að fá fleiri ferðamenn til landsins.

En við sjáum það ekki því auglýsingarnar og kynningin er ekki á Íslandi.

"Come and be Inspired by Iceland" átakið sem fór af stað þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa hefur skilað mjög miklu.

Á þeim 14 árum sem ég hef verið erlendis þá hef ég tekið eftir því að fólk í kringum mig talar ekki aðeins um að vilja fara til Íslands.  Það hefur kannað möguleikann á því á netinu og sumir hafa meira að segja gengið alla leið og bókað ferð til Íslands.

Ísland er orðið að þekktu ferðamannalandi.

Það segir okkur að við verðum að halda áfram á Íslandi að gera landið "ferðamannahæft".  Það er að undirbúa landið undir þann fjölda sem kemur.  Það eru margar náttúruperlur sem geta ekki haft undan öllum þessum ferðamannastraumi.

En ég er mjög bjartsýnn á framtíðina.

Vakinn, nýtt átak ferðaþjónustunnar í gæðamálum og umhverfisvernd, er einn liður í þessum undirbúningi.

Svo eru ókeypis auglýsingar einnig góðar:


mbl.is Mikil fjölgun ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænt bæjarfélag með forystuhlutverk í ferðaiðnaði

Ég hef þegar skrifað um innflutning á sorpi á álit mitt á því.  Ég vil ekki að Reykjanesbær flytji inn sorp.

En nú skulum við skoða Framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem hefur verið gefið út og skýrir stefnu bæjarfélagsins til 2015.

Í því stendur að bæjarfélagið vill vera aðlaðandi og umhverfisvænt.

"Ekki síst viljum við skapa börnum okkar bestu tækifæri í öruggu, aðlaðandi og umhverfisvænu samfélagi til að rækta hamingju og heilbrigði, afla sér góðrar menntunar og áhugaverðra framtíðarstarfa."

Þar stendur einnig að það hafi forystu í ferðaiðnaði.

Reykjanesbær hefur forystu um að kynna ýmsa viðburði og staði sem spennandi er fyrir innlenda og erlenda gesti að heimsækja hér í bæjarfélaginu. Stapinn, Víkingaheimar, Duushús, Stekkjarkot o.fl. staðir fái nægt fjármagn til kynningar á sínum verkefnum.

Þannig að stefna Reykjanesbæjar er að vera umhverfisvænt bæjarfélag sem hefur forystu í kynningu á viðburðum og stöðum fyrir innlenda og erlenda gesti.

Ég hef ekki trú á því að bæjarfélagið ákveði að fórna þessari forystu fyrir sorpbrennslu.


mbl.is Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýnasistar, íslenski fáninn og Breivik. Er það ímynd Íslands?

Það er ekki langt síðan að visir.is kom með umfjöllun um það að verslunin Thor-Steinar væri að nota íslenska fánann í fötunum sínum.

Thor-Steinar er þýsk verslun sem selur föt handa ný-nasistum í Þýskalandi.

Nú er keðjan að opna nýja verslun í Chemnitz og hún heitir Brevik.

Það mynnir nú ansi myndarlega á Breivik sem stóð fyrir fjöldamorðum og börnum og fullorðnum í Noregi í fyrra.

Berliner Zeitung fjallar um málið í dag.  Spiegel Online fjallar um málið á ensku.

Þetta er nú ansi gott fyrir ímynd Íslands erlendis.  Að föt með íslenska fánanum er seld hjá Thor-Steinar í verslun sem heitir Brevik.

Nokkur ár eru síðan að fyrirtækið hætti að nota norska fánann eftir að norsk yfirvöld fóru í mál við Thor-Steinar.

Nú ætti að vera kominn tími til að íslensk stjórnvöld gerðu eitthvað í þessu.   Allavega að ráðfæra sig við norsk og þýsk stjórnvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband